Hero Image

Íslenski Fjárhundurinn

Uppgötvaðu sögu íslenska fjárhundsins og endurræktun hans sem þjóðarhund Íslands. Fylgdu okkur fram að opnun sýningarinnar tileinkaða þessara einstöku tegund. Hjálpaðu til við að dreifa boðskapnum um þessa merku tegund og taktu þátt í að styrkja nærveru hennar á alþjóðavettvangi.

BLOG



Meira um Glóa á Grænlandi

Meira um Glóa á Grænlandi

Síðan ég rakst á söguna af Glóa á Grænlandi árin 1912-13 hefur hún ekki látið mig í friði. Ég sökk mig í bókina „Um þvert Grænland“ eftir Vigfús Sigurðsson. Ég hyggst enn að gera úrdrátt úr þessari bók og dagbók Alfreds Wegener til að kynna sögu Glóa, en í dag var ég svo heppin að fá grein um Glóa eftir Önnu Louise Schneider. Greinin birtist áður í Icelandshunden nr. 1, 1999, tímariti danska klúbbsins.  Ég fékk leyfi til að birta þessa grein hér á vefsíðunni. [Ég þýddi hana á ensku](https://www.fjarhundur.is/en/blog/meira-um-gloa-a-graenlandi) og læt það dugar. En hér er hægt að lesa frumgreinina: [**Kamikdyret Glóë**](https://drive.proton.me/urls/AC4NF3Z6DR#YLqyz8SS3wDc)

Hundakassi á Sellátrum

Hundakassi á Sellátrum

Ég rakst á þessa litlu og skemmtilegu frásögn frá Sellátrum, en það er Höskuldur Davíðsson sem á aftur heiðurinn af því að segja frá bernskuminningum sínum og færi ég honum bestu þakkir. Sögur eins og þessi gefa okkur smá innsýn í samofið líf manna og hunda á gamla tímanum. Höskuldur skrifar 19.júlí 2024 "Það var sjósorfin möl úr fjörunni sem gólf í fremri gangi gamla húsins á Sellátrum. Þar gátu hundarnir gert þarfir sínar ef útihurð var lokuð vegna veðurs eða af öðrum ástæðum að nóttu til. Svo var bara þrifið að morgni og þótti heldur leiðinlegt starf fyrir stubbana. Á þessari mynd úr albúminu hennar Guðnýjar systur minnar, höfum við Björgvin fóstbróðir minn, greinilega reddað þessu vandræða máli og búið til útisalerni fyrir hundana, svo að við slyppum við þrifin. Okkur hefur láðst að tengja saman það að hundarnir gerðu þetta bara þegar þeir voru lokaðir inni. Þetta hefur greinilega verið stór viðburður og ástæða til að fá lánaðan íslenska fánann, sem var helgigripur og ekki lagður að hégóma. Á bænum var mikið talað um að hver og einn þyrfti að leggja sig fram til hins ýtrasta til að styðja við nýfengið sjálfstæði landsins og hefur okkur trúlega fundist við hafa gert okkar í því máli þarna. Við minnumst hinsvegar ekkert á það að efnið var sjálfsagt fengið "lánað" úr framkvæmdum við byggingu rafstöðvar og verkfæri eftir okkur hist og her út um allt tún, komandi upp úr sinunni ónýt að vori, við lítinn fögnuð föður míns. En stoltið og tilfinningin um að hafa gert gagn, yfirskyggði sjálfsagt atyrðin og skammirnar hjá stórsmiðunum. Allavega hélst þörfin við líði, til að halda áfram að byggja eitthvað, hjá okkur báðum, alveg fram á elliár."

Vel heppnaður dagur

Vel heppnaður dagur

Í gær var haldinn Dagur Íslenska fjárhundsins og þjóðarhundinum var fagnað víða um landið sem og í útlöndum. Samfélagsmiðlar fylltust af myndum og hátíðarkveðjum.  Í [hádegisfréttum á RÚV](https://www.ruv.is/utvarp/spila/hadegisfrettir/25243/a16kcp/thorarinn-eldjarn-um-mark-watson) kom innslag og viðtal við Þórarinn Eldjárn, rithöfund og ljóðskáld um mynd sem hann birti á facebook síðuna sína í tilefni dagsins. Myndin sést hér að ofan (með leyfi Þórarinns fyrir birtingu) og sýnir Mark Watson, breskur ferðafélagi hans, Þórarinn Eldjárn (þá 9 ára) og Hjört Benediktsson frá Marbæli, safnvörður í Glaumbæ. Myndina tók pabbi hans Þórarinns, hann Kristján Eldjárn, rithöfundur og fræðimaður sem var forseti Íslands frá 1968 til 1980.  Þórarinn segir frá því að 7. júlí 1958 var hann í ferð með pabba sínum, sem þá var þjóðminjavörður, og leiðin lá í Glaumbæ í Skagafirði. Þeir feðgar voru að reyna að ná þangað áður en Mark Watson kæmi til að tryggja að hann þyrfti ekki að greiða fyrir aðgang að safninu sem hann hafði sjálfur kostað. Þegar þeir komu í Glaumbæ var Mark Watson kominn og var búinn að greiða aðgangseyrinn. [Sjá einnig hér.](https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-18-minnist-bjargvaettar-islenska-fjarhundsins-417938) Ég hafði mjög gaman að þessu innslagi og myndina sem ég hef aldrei séð áður. Þegar ég mætti í Glaumbæ um klukkan 16 hittumst við hundaeigendur sem komu saman til að fagna deginum akkúrat við sama húsagafl og myndin var tekin fyrir 66 árum síðan. Okkur til mikillrar ánægju mætti líka RÚV á viðburðinn og fangaði þessa yndislegu stemmningu í Glaumbæ sem myndast á hverju ári á þessum hátíðardegi. Sagt var frá viðburðinum [í kvöldfréttum á RÚV.](https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-07-19-blidir-barngodir-og-gott-ad-knusa-tha-418004) Það er frábært að sjá að Dagur Íslenska fjárhundsins vekur meiri og meiri eftirtekt. Hér er hægt er að sjá myndir frá [viðburðinum í Glaumbæ](https://www.facebook.com/byggdasafnskagfirdinga/posts/pfbid02af61MeL4A2ymcLZ3N9CW5sVTFdWRsjvE9Gc5tHXzZ6Z6hWrZNw88qqPbxydbxfEal) og hér frá [viðburðinum í Árbæjarsafninu](https://www.facebook.com/media/set/?vanity=ola.bjartmarz&set=a.3280778332054132) í Reykjavík.

Sjá meira

SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun