
17.11.2025Evelyn Ýr
Í gær voru mér afhentar myndir af Bak frá Flögu í Þistilfirði. Eigandinn var búinn að senda mér stutta frásögn um Bak og nokkrar myndir sem hægt er að sjá hér. Ég mun bæta þessum myndum sem ég fékk í gær við sögu Baks fljótlega, en vil bara koma á framfæri þakklæti fyrir þessar myndir úr einkaeigu sem eru svo dýrmætar til varðveislu. Myndirnar eru frá árunum 1967-1970. Ég veit því miður ekkert um ættir Baks, en hann hefur verið snillingur og myndarlegur, snögghærður, flekkóttur hundur.
Átt þú myndir og (stuttar) frásagnir af þínum hundi/hundum sem þú vilt varðveita á síðuna? Hafðu samband við mig!
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]


