Gjafavörur

Hero Image

15.11.2025Evelyn Ýr

Langar þig að gefa fallega gjöf með þjóðarhundinum eða gleðja sjálfa þig?

Gjafavörurnar okkar eru einstakar!

Við bjóðum upp á poka, púðaver, boli og búff með logoinu okkar sem var hannað af Kristine Olivia frá Grey Fin Design sem á og ræktar íslenska fjárhunda í Bandaríkjunum. Þessar vörur er hægt að kaupa á Sögusetrinu eða panta á vörusíðu okkar, Sveifla.is.

Við létum þýsku vinkonu okkar, listakonuna Corinnu frá Sonnenkunst, mála þrjár myndir af hundunum okkar og hægt er að kaupa hágæða endurprentanir af þeim. Myndirnar heita Hraundís (sést á myndinni hér að ofan), Sómi (opnunarmyndin okkar) og Þjóðarhundar (sjá hér).

Hjá okkur er einnig hægt að kaupa postulínsstyttuna "Glaður", hannaða af listakonunni Guðbjörgu Auði Björnsdóttur og framleiddur í einni elstu fjölskyldureknu postulínsverksmiðju í Þýskalandi, Wagner & Apel.

Við erum með til sölu falleg hálsmen með höfuðmynd af íslenskum hundi eftir listakonuna Kathrin frá Katha Design Iceland, sem á íslenska fjárhundstík.

Að auki höfum við okkar eigin prjónauppskrift "Sómi" sem vinkona okkar, listakonan Barbara, hannaði fyrir okkur. Hægt er að fá handprjónaðar lopapeysur og húfur með þessu mynstri hjá okkur. Uppskriftin er þó ekki til sölu.

Síðast en ekki síst erum við með nokkur dagatöl fyrir árið 2026 sem Deild Íslenska fjárhundsins – DÍF gefur út árlega. Fönn okkar prýðir júlímánaðinn í þetta skiptið. Dagatalið fæst einnig í vefverslun DÍF.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að kaupa eitthvað af þessum vörum eða komðu við á Sögusetrinu.


Hafa samband

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]

Fylgdu okkur

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin