
12.11.2025Evelyn Ýr
Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn þar sem má meðal annars finna mikið af fróðleik um þjóðhættir í formi spurningaskráa.
Skrá #66 er tileinkuð hundinum, og þar má finna svör frá 71 viðmælanda. Þessi svör gefa góða hugmynd um hundamenningu (viðhorf til hunda, þjóðtrú, venjur) á Íslandi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Skrásetningin fór fram árið 1987.
Ég hef gluggað mikið í þessa spurningaskrá #66 því hún er sannkallaður fjársjóður. Ein spurningin er til dæmis um algeng hundanöfn, og ég taldi 221 hundanafn sem kom fram í svörunum. Meira um það síðar.
Önnur spurning var um samheitin fyrir hunda:
"Greinið frá samheitum um hunda (hundur, hvutti, deli, búadeli, grey, garmur, rakki, seppi, skinn, héppi o.s.frv.). Segið frá afleiddum orðum, merkingu og merkingarmun (hundsspott, hundsskinn, garmsskinn, greyskinn, greyskarn o.s.frv.). Var orðið ,,klódýr" notað um hunda og ketti og jafnvel tófur sem samheiti? Voru orðin hrædýr, hrækvikindi stundum notuð um hund? "
Ég hef tekið saman nokkur svör:
Eins og sést hafa hundurinn og samheitin haft mikil áhrif á daglegt mál, og ætla ég að ljúka þessum pósti með tilvitnun í Jónas Hallgrímsson í kvæðinu Óhræsið:
Mædd á manna besta
miskunn loks hún flaug,
inn um gluggann gesta
guðs í nafni smaug
– úti garmar geltu,
gólið hrein í valnum –
kastar hún sér í keltu
konunnar í dalnum.
Mynd: Baldvin Jónatansson, frú og bústofn í Víðaseli árið 1910
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]


