09.11.2025Evelyn Ýr
Sögusetur Íslenska fjárhundsins var opið daglega frá 9-18 í allt sumar og fram á haustið.
Við verðum ekki með fasta opnunartíma í vetur. Hins vegar búum við á staðnum og getum opnað með stuttum fyrirvara ef áhugi er fyrir því að koma og skoða sýninguna. Endilega hafið samband í síma eða með tölvupósti. Það skiptir engu máli hvort þið eruð ein á ferð eða með hóp. Við og hundarnir tökum vel á móti ykkur. Einnig er hægt að skoða torfhúsin okkar allt árið um kring, með hljóðleiðsögn á íslensku og fleiri tungumálum.
Við stefnum á að hafa einn opinn dag í aðventu og hann verður auglýstur nánar þegar nær dregur. Tilvalið er að gera sér ferð í Skagafjörð með alla fjölskylduna, njóta samveru, fræðast um þjóðararfin og versla okkar einstöku minjagripi tengda þjóðarhundinum.
Sumaropnun Sögusetursins byrjar aftur um miðjan maí.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]


