
13.11.2025Evelyn Ýr
Góðar fréttir bárust í gær þegar Alþingi samþykkti frumvarp Ingu Sælands, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús, sem kveður á um að hunda- og kattahald verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda.
Lögin fela í sér að:
Mikilvægt skref var stigið í réttindamálum hundeiganda með þessu lagabreytingu en hundabann var í Reykjavík í 60 ár eða frá 1924-1984. Það var þó ekki fyrr en 2007 að hundabanninu var með öllu aflétt nema að hunda- (og kattahald) í fjöleignarhúsi var háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem höfðu sameiginlegan inngang eða stigagang. Með breytingu laganna heyri það nú sögunni til. Þetta mun auðvelda fólki að eiga hund og gera það að verkum að fólk getur haldið í hundana sína þegar það þarf að flytja í annað húsnæði.
Lagabreytingin hefur lengi verið baráttamál HRFÍ sem fagnar þessum breytingum.
Hér er hægt að lesa meira um Hundabann í Reykjavík - þessi bloggpóstur er reyndar mest lesni pósturinn á þessari síðu.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]


