Tímamót í hundahald á Íslandi

Hero Image

13.11.2025Evelyn Ýr

Góðar fréttir bárust í gær þegar Alþingi samþykkti frumvarp Ingu Sælands, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús, sem kveður á um að hunda- og kattahald verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda.

Lögin fela í sér að:

  • Fólk sem býr í fjöleignarhúsum og deilir stigagangi með öðrum þarf ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að eiga hund eða kött.  
  • Húsfélög munu þó geta sett reglur um hunda- og kattahaldið, svo lengi sem þær eru málefnalegar, eðlilegar og byggðar á jafnræði. Eigendur geta þá sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geta þó eðli málsins samkvæmt ekki gengið svo langt að þær girði fyrir hunda- eða kattahald í húsinu enda væri það andstætt markmiði laganna.  
  • Húsfélög geta áfram lagt bann við hundum og köttum ef dýrin valda verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigendur bregðast ekki við áminningum húsfélagsins og ráða bót þar á. Þannig gæti húsfélag til dæmis bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi væri á svo háu stigi að sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt að finna lausnir til að ráða bót þar á.  
  • Samþykki 2/3 hluta eigenda þarf þó fyrir slíku banni og það sama gildir þegar eigandi dýrs brýtur verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum samkvæmt lögunum eða reglum húsfélagsins, þrátt fyrir áminningar húsfélags. Húsfélagið getur þá bannað viðkomandi dýrahald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert eiganda dýrsins að fjarlægja það úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum.

Mikilvægt skref var stigið í réttindamálum hundeiganda með þessu lagabreytingu en hundabann var í Reykjavík í 60 ár eða frá 1924-1984. Það var þó ekki fyrr en 2007 að hundabanninu var með öllu aflétt nema að hunda- (og kattahald) í fjöleignarhúsi var háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem höfðu sameiginlegan inngang eða stigagang. Með breytingu laganna heyri það nú sögunni til. Þetta mun auðvelda fólki að eiga hund og gera það að verkum að fólk getur haldið í hundana sína þegar það þarf að flytja í annað húsnæði.

Lagabreytingin hefur lengi verið baráttamál HRFÍ sem fagnar þessum breytingum.

Hér er hægt að lesa meira um Hundabann í Reykjavík - þessi bloggpóstur er reyndar mest lesni pósturinn á þessari síðu.


HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin