
07.11.2025Björn Sigurðsson
Ég átti fyrir mörgum árum Íslenskan hund sem ég fékk sem hvolp frá Flögu í Þistilfirði.
Hann fékk nafnið Bakur og ég á nokkuð margar myndir af honum og leyfi mér að senda hér með smá sýnishorn.

Þannig hagaði til að við áttum heima aðeins ofan við bæinn og húsið heitir Sunnuhvoll og lóðin við húsið var afgirt. Á lóðinni voru fjórir snúrustaurar.
Eitt af því sem Bakur elskaði að gera var að við settum húfu á hann og bundum hana þannig að hún toldi sæmilega. Svo var farið í feluleik, við hlupum um lóðina og Bakur elti okkur en rak sig stundum í girðinguna eða snúrustaurana.

En húfuna tók hann ekki niður nema að honum tækist að koma við fæturna á okkur en þá setti hann annan framfótinn uppá húfuna og sneri henni og var mjög glaður og að sjálfsögu fékk hann smá verðlaun.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]


