Viðurkenning

Hero Image

14.09.2025Evelyn Ýr

Í síðustu viku fengum við viðurkenningu frá Sveitarfélagi Skagafjarðar fyrir „Einstakt framtak" – Sögusetur íslenska fjárhundsins.

Í umsögninni segir:
"Eftir tveggja og hálfs árs rannsóknar- og undirbúningsvinnu opnaði fjölskyldan á Lýtingsstöðum Sögusetrið, Sögusetur íslenska fjárhundsins í sérbyggðu húsnæði í maí á þessu ári. Um er að ræða einstaka sýningu um sögu íslenska fjárhundsins sem hefur það markmið að varðveita og miðla upplýsingum um þessa séríslensku hundategund, gefa henni rými og gera hana sýnilega og aðgengilega.

Á setrinu getur fólk fræðst um sögu hunda á Íslandi, allt frá landnámi til nútímans, um þjóðtrú og einnig sögur af frægum hundum. Einnig er hægt að horfa á alls kyns myndbönd og heimildarmyndir, skoða gamlar ljósmyndir og koparstungur, fletta í gegnum bækur, lesa gömul skjöl og bréf og uppgötva mýkt spunnins bands úr hundahári.
Þrír íslenskir fjárhundar á bænum mynda skemmtilega móttökunefnd.

Sögusetur íslenska fjárhundsins hefur vakið mikinn áhuga bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, auk þess sem fjölmiðlar hafa fjallað um það.

Sögusetur íslenska fjárhundsins er lifandi vitnisburður um hvernig ástríða, virðing og sjálfbærni geta sameinast í einstöku framtaki, sem varðveitir menningararf fyrir komandi kynslóðir."

Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur.


HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin