
31.10.2025Evelyn Ýr
Fyrr í haust hringdi í mig maður, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur og bloggari. Samtalið var mjög áhugavert og við spjölluðum mest um þann merka mann Mark Watson.
Vilhjálmur hafði hitt Watson á sínum barnsaldri: "Hann kom eitt sinn heim til föður míns og keypti af honum gamalt landakort af Íslandi. Watson var boðið í kaffi og kökur. Hann var meðal hærri manna og var með sérstaklega háan haus miðað við föður minn, og menn með slíka hausa þurfti oft að leita lengi eftir á Íslandi." skrifar hann í einu bloggpósti.
Síðan sagði Vilhjálmur mér frá því að hann keypti kassa á eBay vegna þess að innihaldið vakti forvitni hans en "...um var að ræða heila röð mynda og tilheyrandi minnispunkta yfir skyggnumyndir, 8x8 cm að stærð." Röðin bar heitið A Journey to Iceland. Í kassanum voru 35 skyggnumyndir, frá 4. áratug síðustu aldar. Kom svo í ljós að myndirnar höfðu tilheyrt Mark Watson og höfðu verið sýndar á heimssýningu í New York 1939. Sjá einnig hér.
Vilhjálmur setti myndirnar saman í mynband og hlóð því upp á YouTube þannig að hægt er að horfa á myndirnar eins og þær voru sýndar á sínum tíma í fyrirlestri í New York. Sjá hér.
Það er einnig áhugavert að lesa minnispunkta Watsons fyrir fyrirlestinn sem fylgdi kassanum. Punktarnir eru skrifaðir með ritvél en einnig handskrifaði Watson inn á þá.
Mynd nr. 29 sem er hér fyrir ofan er af íslenskum hundi. Um hundinn skrifar hann: "A dog more famous than the english sheepdog. Came with first settlers? Will work a mile from master, by signals. Though part of the family never sleeps indoors; below window even in snow. Even Shakespeare mentions it in Henry V, Act2 Sc.1 "The Iceland Cur". Friendly to foreigners, proves well treated. Size of Foxterrier, generally cream, or black and white."
Áhugi Watsons á hundinum var þegar kviknað á þessum árum. Í björgunaraðgerðirnar fór hann ekki fyrr en 1955.
Meira um tilurð myndanna sem Watson tók aðallega 1937 er hægt að lesa í grein eftir Önnu Snorradóttir sem birtist í Lésbók Morgunblaðsins 1988.
Símtal Vilhjálms var virkilega áhugavert og færði mér enn meiri þekkingu á Watson og ást hans til Íslands og íslenska hundsins. Þakka ég Vilhjálmi kærlega fyrir að hafa haft samband og sagt mér frá skyggnumyndakassanum og ekki síður fyrir tækifærið að sjá myndirnar á YouTube myndbandinu sem hann setti saman.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]


