
06.01.2026Evelyn Ýr
Ég er alltaf að leita að gömlum myndum þar sem sést hunda í.
Fyrir nokkru síðan rak ég augað í þessa fallega mynd sem ég leyfi mér að birta hér.
Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri til að spyrjast fyrir um upplýsingar hvar og hvenær myndin er tekin, og hver væri höfundur.
Þessi mynd sýnir gamalt torfbæ eða réttara sagt frekar illa farin útihús. Þrír drengir (eða tveir drengir og einn maður?), einn af drengjunum á hesti og hundur standa fyrir utan. Myndin birtist í ágúst 2025 og engar upplýsingar hafa borist. Ef einhver hér kannast við þessa mynd eða staðhátt getur viðkomandi haft samband við Akureyri.net.
Ef einhver sem les þetta á gamla myndir í fjölskyldualbúm eða upp á vegg sem sýna hunda í gamla daga og er tilbúið að leyfa mér að fá (stafrænt) afrit af þeim - hafðu endilega samband við mig. Það er svo lítið til af myndum og mig langar til að gera fleiri myndir af hundum sýnilegar og líka að varðveita þær.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]


