Hundanöfn

Hero Image

03.01.2026Evelyn Ýr

Eitt af nýjum verkefnum okkar var hleypt af stokknum í gær. Núna erum við með gagnabanka með íslenskum hundanöfnum á þessari vefsíðu.

Nafnabankinn er alls ekki tæmandi, en tæplega 700 nöfn eru hægt að finna í honum nú þegar.

Aðalheimildir fyrir bankann eru bókin Íslenski fjárhundurinn eftir Gísla Pálsson (Bókaútgáfan Hof, 1999) sem og spurningaskrá númer 66 Þjóðminjasafnsins (virðist ekki aðgengileg í augnablikinu) um hunda, en þar fann ég meira en 200 nöfn sem komu ekki fram í bók Gísla. Til þess að finna útskýringar og endurbæta efnið nýtti ég mér nafnabanka Worldfengs sem er Upprunaættbók íslenska hestsins, Íslenska orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon (1909–1987) og Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ég vona að bankinn nýtist hundaræktendum, hundaeigendum og öðrum áhugasömum til fræðslu og skemmtunar.

Nafnabankinn verður uppfærður og endurbættur eftir þörfum, og langar mig að biðja fólk að senda mér ábendingar um fleiri nöfn, viðbætur við útskýringar, leiðréttingar eða ef það rekst á rangar upplýsingar. Ég vil samt benda á það að ég mun einungis bæta við íslenskum nöfnum eða nöfnum sem eiga sér sögu í málfari eða venju Íslendinga. Nöfnin sem koma fram í nafnabankanum eins og hann er í dag eru öll frá því fyrir aldamótin 2000, því bókin hans Gísla var gefin út 1999 og spurningaskrá Þjóðminjasafnsins byggist á viðtölum frá 1987. Ég ákvað samt að sleppa nöfnunum Hitler, Stalín og Frankó sem tilheyra nútímasögu og tengjast stríðsglæpum.


Hafa samband

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]

Fylgdu okkur

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin