
25.01.2026Evelyn Ýr
Eitt af verkefnum sem við fengum styrk fyrir á árinu 2026 er að búa til myndagagnabanka með litaafbrigðum íslenska fjárhundsins.
Til þess höfum við ráðið ljósmyndara sem er sérhæfður í myndatöku af hundum til að fá myndir í bestu gæðum og við samræmdar aðstæður. Við munum væntanlega bjóða upp á 4 myndatökur á næstu mánuðum, tvær myndatökur á Norðurlandi og tvær á Suðurlandi.
Við viljum fá myndir af öllum litaafbrigðum íslenska fjárhundins og þess vegna er nauðsynlegt að skrá sig í myndatöku. Við munum síðan velja úr þeim hundum sem eru skráðir til að ná sem flestum litum og bjóða í myndatöku á ákveðnum dagsetningum bæði á Norðurlandi og á Suðurlandi.
Í lok verkefnisins setjum við upp litagagnabanka hér á þessa vefsíðu sem mun nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á að skoða liti tegundarinnar og einnig verður settur upp skjár á Sögusetrinu til að fletta í gegnum gagnabankann.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Ljósmyndarinn er Carolin Giese hjá LinaImages.
Viltu eiga möguleika til að taka þátt í myndatöku með þínum hundi og fá tvær hágæða stafræna myndir til eigin notkun?
Til þess að taka þátt þarf hundurinn að vera:
Skráning: Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið hér ef þú hefur áhuga á þátttöku.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]


