Sögusetrið Íslenska fjárhundsins

Hero Image

27.05.2025Evelyn Ýr

Síðastliðinn laugardag opnuðum við Sögusetur Íslenska fjárhundsins á Lýtingsstöðum í Skagafirði. Margt var um manninn á opnunarhátíðinni.

Að baki liggja tveggja og hálfs árs rannsóknar- og undirbúningsvinna, en markmið sýningarinnar er að varðveita sögu þjóðarhundsins og gera hana aðgengilega og sýnilega.

Við vonum að sýningin veki áhuga heimamanna, sem og erlendra ferðamanna, á íslenska fjárhundinum sem mikilvægum hluta menningararfs okkar.

Setrið er opið alla daga yfir sumarið frá kl. 9–18 og eftir samkomulagi utan þess tíma. Þar sem við búum á staðnum er auðvelt að taka á móti gestum – líka í óvæntum heimsóknum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!


HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Sími: +354 893 3817
[email protected]

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin
Sögusetrið Íslenska fjárhundsins | Íslenski fjárhundurinn