19.05.2025Evelyn Ýr
Það er loksins komið að því!
Eftir tveggja og hálfs árs undirbúning opnum við sýninguna hér á Lýtingsstöðum í Skagafirði. Hún ber nafnið Sögusetur Íslenska fjárhundsins.
Setrið er vettvangur til að varðveita sögu þjóðarhundsins, gera hana aðgengilega og sýnilega.
Markmið okkar er að vekja áhuga heimamanna, sem og innlendra og erlendra ferðamanna, á íslenska fjárhundinum sem mikilvægum hluta menningararfs okkar.
Opnunarhátíðin fer fram laugardaginn 24. maí kl. 15:00.
Léttar veitingar verða í boði og öll eru hjartanlega velkomin sem vilja fagna með okkur!
Sýningin verður opin alla daga frá kl. 9–18 fram í október, og eftir samkomulagi yfir vetrarmánuðina.
Við erum ótrúlega spennt og hlökkum mikið til að deila þessu með ykkur!
Sími: +354 893 3817
[email protected]