Markmiðið 2024

Hero Image

07.11.2023Evelyn Ýr

Fyrir um það bil ári síðan byrjaði ég að vinna að verkefninu um þjóðahundi Íslendinga og er ánægð með framgöngu þess. Ég er búin að lesa mjög mikið, bæði í bókum og á netinu. Ég hef tengst mörgu fólki, innanlands og erlendis, og ég finn fyrir brennandi áhuga hjá allflestum sem ég hef talað við. Ég er búin að safna sögum og myndum og þarf að halda áfram að finna áhugavert efni í gagnagrunninn. Það gengur frekar hægt að fá svör hjá ljósmyndasöfnum landsins til að geta keypt gamla myndir en ég mun halda áfram að vinna í því. Nú er skammdegi gengið í garð sem er einmitt besti tími árs til að vinna í þessu og næst á dagskrá er að láta setja upp vefsvæði til að birta sögurnar sem ég er búin að fá afhentar.

Það er mikil vinna fram undan en markmiðið er sett: opnun sýningarinnar í sumar 2024. 

Ég hlakka til að koma mínum hugmyndum um sýninguna í framkvæmd og mun að sjálfsögðu halda áfram að fjalla um framgang verkefnisins hér í blogginu ásamt ýmsum vangaveltum og áhugaverðum upplýsingum.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]