Uppruni íslenska hundsins

Hero Image

04.11.2023Evelyn Ýr

Talið er að hundar hafi borist hingað til lands á 9. öld með landnámsmönnum alveg eins og önnur húsdýr og hundar voru til þess að aðstoða við gæslu og smölun fjár, nautgripa og hesta, því girðingar voru ekki til í þessu strjábyltu landi fyrr en á 20. öld.
Lítið er skrifað um hunda í íslenskri bókmennt og heldur ekki getið hvernig fjárhundar litu út á landnámsárum en í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar er sagt frá hungursneyð á Íslandi árið 990. Lagt var til að lógað skyldi flestum eða öllum hundum í landinu því þeir væru svo margir að bjarga mætti fjölda fólks frá hungurdauða með þeim mat sem fór í þá. En bændurnir fóru ekki að þessum ráðum og hundarnir héldu lífi.
Frægasti hundur í Íslendingasögum er sennilega hundurinn Sámur sem Gunnar í Hlíðarendi átti en hann var líklega írskur úlfhundur.

Heimildir segja frá því að á miðöldum hafi íslenski hundurinn orðið eftirsóknarverð útflutningsvara, í dálæti sem stofuhundar enskra hefðarkvenna og árið 1570 var íslenskum hundum lýst þannig að þeir væru svo loðnir að naumlega væri hægt að greina höfuð frá búk. 

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust á Íslandi 1752-57 og í ferðabók þeirra eru góðar lýsingar á íslenska hundinum á þessum tíma, þeir tala um þrjár tegundir hunda: fjárhunda, dýrhunda og dverghunda.

Fjárhunda lýsa þeir svona: Þeir eru minni en hinir, loðnir, með granna, stutta fætur. Rófan er hringuð og trýnið stutt og mjótt. Þeir eru smölum til geysismikilla nota. Þeir sækja fé, ef þeim er bent á það, hátt upp í hlíðar og reka það saman í hóp, þar sem smalinn bíður, og rekja kindurnar án þess að bita þær eða meiða á annan hátt. Sumir fjárhundanna eru sérstaklega þétthærðir og hrokkinhærðir. Þeir kallast lubbar og þykja öðrum hundum námfúsari á hvers kyns kúnstir.

Forvitnilegt er að spekúlera í uppruna fjárhundanna. Sumar heimildir telja íslenski hundurinn skyldastur norska búhundinum sem kom hingað með landnámsmönnum en vorið 1983 var blóð úr 56 íslenskum fjárhundum kannað til að rannsaka uppruna kynsins. 
Niðurstöðurnar sýndu greinilegan skyldleika milli íslenska fjárhundsins og finnsks hundakyns, karelísks bjarnarhunds (Karelian Bear Dog). Karelíski bjarnarhundurinn er uppruninn í Rússlandi og er einn svokallaðra Laika-hunda en þessir hundar hafa upprétt eyru og hringað skott. 
Það er því ljóst að íslenski fjárhundurinn hefur borist hingað frá Noregi en skyldleikinn við karelíska bjarnarhundinn bendir líka til þess að til Noregs hafi hundurinn komið úr austri, rétt eins og íslenska hestakynið því hann er ættaður frá Noregi og á þaðan rætur að rekja austur til Mongólíu.

Mynd: Íslenskur fjárhundur sem líklega hefur átt heimili á Suðurnesjum.
Úr Ljósmyndasafni Byggðasafnsins á Garðskaga. Höfundur og ártal óþekkt.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun