Bækur

Hero Image

10.11.2023Evelyn Ýr

Ég elska bækur og þess vegna er ég ótrúlega ánægð að eiga nokkrar bækur sem eru annaðhvort um íslenska fjárhundinn eða sem innihalda efni m. a. um íslenska hunda. 

Í safninu mínu er The Iceland dog 874-1956 eftir Mark Watson sem vísar í fullt af gömlum bókum og mér finnst gaman að grafa upp þessar frumheimildir. Sumt er ég búin að finna á netinu (í rafrænum bókasöfnum) og sumt fékk ég í fornbókasölum t. d. Das unbekannte Island eftir Wather Heering (1935), Lýsing Íslands IV eftir Þorvald Thoroddsen (1920) og ferðabókina miklu eftir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson 1752-1757.

Svo er það bókin Íslenski fjárhundurinn eftir Gísla Pálsson (1999) en í henni fer hann stuttlega yfir sögu íslenska hundsins og gefur svo yfirlit yfir ræktanda íslenskra fjárhunda á þeim tíma sem bókin kom út. Ræktendurnir lýsa hundunum sínum sem ræktunin þeirra byggist á og er afar fróðlegt að lesa sig í gegnum þetta því í raun er stofninn enn þá frekar lítill á þessum tímapunkti. Einnig eru myndir með helstu litarafbrigðum íslenska fjárhundsins og nafnabanki í bókinni.

Bækur eftir Stefán Aðalsteinsson eru áhugaverðar því hann hefur rannsakað uppruna húsdýra á Íslandi og oft er vitnað í hann í nýlegum heimildum. 

Margt fróðlegt um íslenska fjárhunda má finna í Íslenzkir Þjóðhættir eftir Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1934). 

Í bókinni The Dewclaw Puzzle eftir Moniku D. Karlsdóttur tekur alspora hundar fyrir.

Ég er viss um að ýmislegt fleira um íslenska (fjár)hunda leynist í bókahillum hjá mér sem ég er ekki búin að finna. 

Ég væri einnig þakklát ef ég fengi vísbendingar um frásögn í hinum ýmsu bókum, hafið endilega samband við mig í tölvupósti [email protected].


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]