
31.12.2025Evelyn Ýr
Árið 2025 er að líða til enda og nýtt ár að hefjast eftir nokkrum klukkutímum.
Margt spennandi er á dagskrá á árinu 2026 og munum við hefjast handa við nýju verkefnin eða undirbúningu þeirra mjög fljótlega.
Í gær hitti ég Linu sem er sjálfstætt starfandi ljósmyndari sem ætlar að vinna verkefni um litir íslenska fjárhundsins með mér. Lina er margverðlaunaður ljósmyndari og býr yfir mikla reynslu í myndatöku af hundum og hestum. Hún er staðsett á Norðurlandi vestra en vinnur um allt land og hún er hunda- og hrossaeigandi. Hún hefur frábært auga fyrir smáatriði og myndirnar hennar snerta sál og hjartað. Sjón er sögu ríkari: LinaImages. Ég hlakka mikið til að segja meira um verkefnið innan tíðar.
Forritarinn minn, Júlíus Guðni, sem er einnig sonurinn minn og hefur séð um að byggja þessa vefsíðu upp eftir mínum þörfum, situr í starthólum til að hefja vinnu. Hann ætlar að setja upp gagnagrunn fyrir litaverkefnið en einnig fyrir annað verkefni sem ég er með á prjónunum og varðar hundanöfnum. Síðan mun hann sjá um að endurbæta gagnagrunninn fyrir söguhlutann á vefsíðunni og aðstoða mig með að setja upp Sögukrók á Sögusetrinu.
Mín bíður sem sagt mikla vinnu í vetur en ég kveð þetta ár með þakklæti og hlakka til næsta árs.
Ást og friður, gleðilegt nýtt ár með þakkir fyrir það gamla.
Mynd: Lina og hundarnir heima á bæ.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
+354 893 3817
[email protected]


